17.4.11

cooking project og H&M

  Þið verðið að afsaka mig, ég er alveg hræðileg í að halda úti bloggsíðu, ég hef greinilega ekki agann í þetta. Ég tel sjálfa mig þó nokkuð góða að hafa getað haldið þessu gangandi hingað til (nokkurn veginn).
En ég stefni nú að því að bæta úr þessu og vera duglegri að blogga :) Get þetta alveg !


Hafið þið séð myndina Julie&Julia?
Ef ekki þá verðið þið að sjá hana, hún er frábær! Ég elska allar svona myndir sem fjalla um mat og matarást. Myndin er byggð á sannri sögu, og segir frá Julie Powell. Julie setur sér það markmið að elda hverja einustu uppskrift upp úr þekktri matreiðslubók um franska matargerð á aðeins einu ári. Hún eldar uppskriftir úr bókinni á hverjum einasta degi í heilt ár, og heldur svo úti bloggsíðu þar hún skrifar um  verkefnið, og greinir frá ýmsum ævintýrum og erfiðleikum sem hún lendir í á leiðinni.
Bloggið hennar Julie, The Julie/Julia project varð svo vinsælt, að hún gaf út bók sem byggð var á blogginu og á hennar upplifun þetta viðburðaríka ár.
Ástæðan fyrir því að ég er að minnast á þetta er að ég hef lengi verið að velta fyrir mér að prófa að gera þetta sjálf. Ég á svo mikið af matreiðslubókum og alls konar uppskriftarbókum, en mér finnst eins og þær geri ekki mikið annað en að liggja uppi í hillu, óskoðaðar.
Þetta eru bara vangaveltur í mér. Mynduð þið vera spennt að lesa um eitthvað svona "project" hérna?




Annars er ég orðin mjög spennt fyrir sumrinu, hef það á tilfinningunni að þetta verði æðislegt sumar. Vorveðrið mætti samt vera aðeins betra, en það er annað mál.
Hlakka mikið til að geta ferðast  til útlanda og komist í burtu frá litla skerinu.Mjög stór partur af þessarri tilhlökkun er H&M.
Eins og flestar íslenskar konur vita, er ekki ein einasta H&M búð hér á Íslandi, og því verður maður að nýta hvert tækifæri, og hverja utanlandsferð sem gefst til þess að geta verslað öll flottu fötin í H&M.( Sorgleg afsökun kaupalkans?) 
Nú vill svo til að ég er á leið í utanlandsferð í sumar, þar sem hægt er að komast í H&M búðir ( haleluja!!!!).
Oft hefur þetta gengið þannig fyrir sig að ég sturlast af  yfirþyrmandi kaupæði um leið og ég stíg fæti inn í búðina (líklega ekki sú eina) og hrifsa hverja einustu flík sem mér líst vel á  úr hillunum og  hugsa kannski ekkert mikið um notagildi þess sem ég er að kaupa. Meirihlutinn af þessum fötum enda svo uppi í skáp eftir að hafa verið notuð einu sinni.
Í þetta skipti verður þetta ekki svona!
Nú er ég skipulögð, nú hef ég legið yfir hm.com síðustu daga og skoðað það sem mig langar að kaupa, ég er búin að lofa sjálfri mér að ég stígi ekki fæti inn í  H&M fyrr en ég er komin með innkaupalista. Mig grunar hinsvegar að það verði annað mál (og erfiðara) að fara eftir honum.
Hugsa um að gera bloggpóst einhvern tíma seinna og sýna ykkur hvað ég hef hugsað mér að kaupa :)
Guð, ég er algjör kaupalki!!! I need help. 


The Lovely  list <3



 









































1.  Yndislegur rauður kjóll úr sumarlínu H&M. Verð að eignast þennan!


2.Poster fyrir kvikmyndina Chocolat, mjög góð foodie mynd. ( Ekki skemmir fyrir að Johnny Depp leikur í henni)

3. Jeffrey Campbell Lita skór. Langar að kaupa mér svona skó, veit bara ekki alveg enn í hvaða lit.

4.Agent Fresco. Er búin að vera að hlusta mikið á plötuna þeirra A Long time listening upp á síðkastið

5. Girnileg uppskriftabók, kannski ég ætti að fá mér þessa og nota hana í "projectið " mitt?


Jæja þetta er orðið að lengsta bloggpósti sem ég hef nokkurn tíma skrifað.
Over and out
Andrea

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...