28.3.11

Hönnunarmars

Síðastliðinn fimmtudag fór ég í opnunarpartý fyrir Hönnunarmars hátíðina í  KronKron búðinni.Þetta var extra mikið tilhlökkunarefni fyrir mig , þar sem ég hafði aldrei þorað að stíga fæti  þangað inn, þar sem ég hef einstaklega lítinn viljastyrk gagnvart fallegum fötum). 
Það var mjög mikið af fólki á staðnum ( og mjög mikið af fallegum fötum) þegar ég kom, um klukkutíma eftir  að veislan byrjaði.  KronKron stóð fyrir skóhappdrætti, þar sem glænýir skór úr sumarlínu KronKron voru í vinning. Vongóð nældi ég mér í tvo miða og krossaði fingur.  Ég vann ekki neitt, sem er kannski gott,  það hefði reynst erfitt að velja eina skó þar sem sumarlínan er svakalega flott og mjög litrík, alveg eftir mínum smekk. Ég elska litríka skó.
Ég stefni að því að eignast eitt par úr sumarlínunni, en það er spurning hversu langan tíma það á eftir að taka  mig að réttlæta skókaup fyrir fjörtíu þúsund krónur ?
Hönnunarmars lauk í gær, en því miður komst ég ekki á fleiri atburði, en ég efast ekki um að þetta hafi allt heppnast mjög vel.



No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...