Vorið er komið. Það er ekki lengur fjarlægur draumur, það er staðreynd!!
Það er farið að hlýna í veðri og glaðna yfir mannfólkinu, og maður er farinn að sjá fólk draga fram litríkar flíkur.
Ég veit ekki með aðra , en á vorin fyllist ég svo mikilli von og ævintýraþrá. Á vorin þrái ég að stökkva upp í flugvél og fara til Parísar eða London, eyða fyrstu vordögunum á röltinu í góðu veðri í fallegri borg. Ekki það að Reykjavíkin mín sé ekki falleg, Reykjavík er frábær! Stundum hefur maður bara þörf fyrir tilbreytingu þegar ævintýraþráin gerir vart við sig. Nú er bara að ákveða : hvort vil ég kaffi og croissant á gangstéttarkaffihúsi í París, eða verslunarferð í London ( Topshop darling) ? Eða ætti ég að prófa eitthvað nýtt?
dreamy..... ég held bara að París verði fyrir valinu, nú er hins vegar bara að finna peninginn í ferðina ;)
No comments:
Post a Comment