30.4.11

Happy ending - a Royal wedding fairytale

Fylgdust þið með brúðkaupi aldarinnar í gær?
Ég sá þetta allt saman með öðru auganu , horfði þegar Kate ( maður á víst að kalla hana Katherine héðan í frá) mætti til kirkju og frumsýndi brúðarkjólinn sem ég veit að margar konur hafa beðið með öndina í hálsinum eftir að sjá. Eftir að hafa borið brúðarkjólinn augum efast ég um að nokkur kona  hafi orðið fyrir vonbrigðum. Hönnuður kjólsins er Sara Burton, sem er yfir tískuhúsi Alexanders McQueen heitnum. Kjóllinn er mjög klassískur og elegant,  hann fór henni  Kate mjög vel og var ekki rjómatertulegur. Alvöru prinsessukjóll!! Blúnduermarnar voru æðislegar og gerðu kjólinn mjög rómantískan að mínu mati.
Giftingarathöfnin sjálf var mjög falleg, greinilegt að þessi tvö eru mjög ánægð hvort með annað. Ég verð  þó  að segja að mér finnist svolítið kjánalegt að Prins William ætli ekki að ganga með giftingarhring, en hver og einn verður víst að ákveða fyrir sig sjálfur hvað er best :) Gestirnir voru allir mjög flottir og fínt klæddir, ég var mjög ánægð að sjá að flestallar konurnar voru með hatta, eða einhverskonar höfuðföt, það finnst mér svo flott.
Svo er spurning hvort að maður þurfi ekki að fara flýta sér að blikka Harry hmmm.....one way ticket to Buckingham palace?
-----
 Did you watch the wedding of the century?
I  managed to see  the beautiful Kate on television ( I suppose she will be Katherine from now on ) as she stepped out of her car in front of Westminster abbey, premiering her wedding dress which Im sure women all over the world have been waiting to see. The dress was perfect! Very elegant and classic, and the lace sleeves gave it a very romantic feel. The dress, as most of you know by now was designed by Sara Burton, head of Alexander McQueen. Truly fitting for a princess.
The wedding ceremony was very beautiful, and its clear that those two are happy with each other. I enjoyed seeing all the guests dressed up, and I especially enjoyed seeing all the beautiful hats the women wore. Hats put an extra sparkle in every outfit.
Now I guess I´d better hurry up if I want to snag Prince Harry  for myself and live happily ever after ;P ....one way ticket to Buckingham Palace, anyone?







Beauty!








kjóllinn aftur 



Drumroll please ......THE KISS



Og gestirnir voru ekki síður glæsilegir
The guests also looked very nice


 Pretty



Love love love this hat 

The Queen 
 
 

og sum höfuðfötin voru frekar skrýtin:
some of the hats were rather strange...





Að lokum falleg mynd af brúðhjónunum tekin af Mario Testino
And finally I wanted to include this beautiful picture of the newlyweds, shot by Mario Testino





Remember to follow my blog on bloglovin
xoxo
- Andrea 

25.4.11

chocolat

english version below 
Hæ hó allir og gleðilega páska ( betra er seint en aldrei)
Ég vona að allir hafi átt góðan dag í gær og borðað fullt fullt af súkkulaði ;)
Í tilefni  þess að það séu páskar, þá verður þessi bloggfærsla tileinkuð súkkulaði.
Ég fékk mér ekki páskaegg í ár, heldur keypti ég tvær súkkulaðiplötur frá Café Tasse . Eina sem var úr hvítu súkkulaði, með grænu Macha tei frá Japan, og eina sem var úr mjólkursúkkulaði með kaffi frá Eþíópíu. Báðar súkkulaðitegundirnar voru svo góðar að ég tímdi varla að borða þær, svo það má segja að súkkulaðiátinu hafi nokkurn veginn verið stillt í hóf hjá mér þetta árið ;).
Það var frekar fyndið þegar ég fór  að opna pakkninguna á hvíta súkkulaðinu, og ætlaði að fara að gæða mér á því, þá var það grænt á litinn !  Mjög gott þrátt fyrir það, en súkkulaðið tekur augljóslega lit frá græna teinu.
Caffe Tassé súkkulaðið er framleitt í Belgíu, mekka súkkulaðigrísanna. Þeir eru frekar hugmyndaríkir þegar kemur að spennandi samsetningum með súkkulaði og bragðefni, t.d. hafa þeir gert hvítt súkkulaði með sítrónubragði, mjólkursúkkulaði með frönsku núggati og margt fleira girnilegt og gómsætt. Best er þó kaffisúkkulaði. Það er alltaf best :)
Caffe Tasse fæst í  verslunum og kaffihúsum Tes og Kaffis ( ég keypti mitt í búðinni í Kringlunni) og ég mæli með því að allir prófi þetta súkkulaði  með góðum  kaffibolla,  en eins og nafnið gefur í skyn er það ætlunin (Caffe Tasse er kaffibolli á frönsku).


Að lokum ætla ég að gefa hér upp nokkrar slóðir af skemmtilegum síðum fyrir sælkera :)

Pure Gourmandise

Þetta er uppskriftasíða/blogg sem er haldið úti af franskri konu. Þessi síða er upplögð til þess að fá  uppskriftir  af frönskum makkarónum, litlu samlokukökunum sem eru mikið í tísku núna. Alls konar spennandi bragðsamsetningar og skemmtilegar makkarónuuppskriftir,  svo eru auðvitað fullt af annarskonar uppskriftum. Síðan er á frönsku, svo ég mæli með því að nota google translate.
Hér  er vefsíðan.


Cacao et chocolat.

Ein flottasta súkkulaðibúð sem ég hef nokkurn tíma komið í. Labbaði inn af algjörri tilviljun, einhvern tíma þegar ég var í fríi í París með fjölskyldunni, og endaði á því að fá mér kryddað heitt súkkulaði í 40 gráðu hita, bara af því mér fannst það svo spennandi. svolítið Azteca stæll á inréttingunum og konfektið sækir greinilega innblástur til Mexico ( dökkt chili súkkulaði til dæmis). Vefsíðu þeirra má finna hér



Rococo chocolates 

Breskt fyrirtæki, með spennandi framleiðslu, vert að skoða hér


David Lebovitz

Bandarískur desertkokkur sem býr í París. Ég mun pottþétt prófa uppskriftina hans að blóðappelsínuís með Campari!







--------------------------------------------------------------------


Hey everyone!  I hope you all had a happy easter with some good food and fun times.
 Because of Easter, this blogpost will be dedicated to chocolate.
As I am a bit of a chocolate snob ( I´d rather pay more money for a few pieces of good quality chocolates), I skipped the traditional chocolate easter egg.
Instead i bought two chocolate bars from Caffe Tasse  . One was milk chocolate with ethiopian coffee and the other one was white chocolate with green macha tea from Japan. It was very interresting to open up the white chocolate bar, to find out that the white chocolate was actually green chocolate ! Well, i guess that is what you should expect from green tea chocolate :) Both kinds of chocolates were very good, so good that I almost didn´t want to eat them. Therefor you might say that I was a very sensible chocoholic this year :). 
Caffe Tasse chocolates are manufactured in Belgium, the mekka of chocoholics ( besides Paris of course! ).
Even though the chocolates are mass produced, the taste of the chocolate does not suffer. In my opinion Caffe Tasse chocolates are just as good as  the ones  that come handcrafted from a chocolaterie, and the good part is: they are cheaper too.
You can find different kinds of interesting flavours in the chocolates from Caffe Tasse. For example they offer white chocolate with lemon, dark chocolate with speculoos and milk chocolate with french nougat.
The Caffe Tasse chocolates are meant to be enjoyed with a cup of coffee, as the name implies. Caffe Tasse is french for a cup of coffee. So I reccomend you get yourself a good cup of coffee, and pick up some chocolate from Caffe Tasse to enjoy along with it ;) Just check their website for store locations!

For the foodies and gourmands out there I thought I might share some interesting websites with you guys,



Pure Gourmandise
A great website/blog for macaroon recipes! Macaroons are the little french sandwich cookies, that have been rather popular in the last couple of months. The website is run by a french girl, you can tell by all her original recipes that she is very imaginative and creative.The website is written in french, so I reccomend using Google Translate. Here is the link to the website -->   Pure gourmandise



Cacao et chocolat
A very interesting Chocolatier I discovered while on vacation with my family a couple of years back. Among other things they make chocolates, and they offer the most amazing spiced hot chocolate, which i just had to try, even though it was 40°C outside. it was very worth it! Here  you can check out their website, and see for yourself.


Rococo chocolates 
 A London based company, they make very interesting  and beautiful chocolates that are worth checking out.Here  you can see their website.




David Lebovitz
American pastry chef living in Paris, this is his blog. I am definatly going to try his recipe for
Grapefruit Campari sorbet















 A handpainted easter egg from Rococo/ Handskreytt páskaegg frá Rococo.









xoxo

- Andrea


P.S. Munið að fylgja mér á Bloglovin /  If you like my blog, remember to follow me on Bloglovin!











Cafe Tasse

22.4.11

Gleðilegt sumar?

Í dag var víst sumardagurinn fyrsti, og því við hæfi að óska öllum til hamingju. Það lítur reyndar alls ekki út fyrir að vera komið sumar þegar maður lítur út um gluggann, rok og rigning. Þetta veður minnir meira á haustið heldur en vor. Misstum við kannski af sumrinu?
Jæja krossleggjum fingur og vonum að sólin og góða veðrið komi bráðum

Today was the first summersday in Iceland, so congrats those of you in Iceland ( and  also to every one else of course). Still, when you look out the window and see the weather here right now, the last thing you think about is summer. Feels more like autumn to me with all the wind and rain. Maybe we just missed the summer. Everybody! there will be no summer in Iceland this year!
Lets cross our fingers and hope the good weather is on the way.





munið svo að koma og kíkja á mig í Kolaportinu á laugardaginn ef þið viljið næla ykkur í eitthvað flott fyrir páskana :)

20.4.11

Summer, where art thou?

Halló halló
Nú vil ég endilega að sumarið fari að láta á sér kræla á Íslandi. Farin að dreyma um grillpartí og matarboð úti í garði og yndislega bjartar og hlýjar sumarnætur. Svo er ekki verra að geta hlakkað til þess að fara í utanlandsferð eftir tæpan mánuð. Langar svo mikið í bikini sem er hátt í mittið, en ég finn ekkert í flottu mynstri sem mig langar í. Þið megið endilega hjálpa mér að finna draumabikiniið mitt.
Var að hugsa um að gera "outfit" post bráðum (það er að segja þegar myndavélin mín er komin í lag), með yndislegu, hálfgegnsæju rauðu maxi pilsi sem ég fékk í Spútnik. Ég á örugglega eftir að nota það í tætlur í sumar. Annars vil ég endilega koma því á framfæri  við ykkur að ég verð með bás í Kolaportinu á laugardaginn, þar sem ég mun selja ýmsar gersemar úr fataskápnum mínum. Endilega mætið og nælið ykkur í eitthvað flott fyrir páskana! Hér er event á facebook.
Ég ætlaði að deila með ykkur fyndnu myndbandi sem heitir Le café, þar sem fartalvan ákvað að stríða mér verður það víst að nægja að deila linknum . Hér  finnið þið myndbandið á Youtube.

I can´t wait for the summer to finally reach Iceland, I´ve had enough with rain ,wind and snow ( yes , snow! In april!). I am already planning all the barbeques, garden dinner partys and looking forward to bright and warm summer nights.These days I am lusting after a high wasted bikini in a beautiful pattern, for my vacation to Spain. Unfortunatly I can't seem to find one anywhere. If you find one in a beautiful print  help is appreciated :) I am thinking about doing my first outfit post soon. I just got this amazing sheer red maxi skirt in Spútnik, a local second hand store in Reykjavík , Iceland. I just know I am going to live in that skirt for the whole summer ( if it ever decides to arrive).
For those of you currently located in Iceland, I will be at Kolaportið flea market on saturday, selling some of my wardrobe gems.
I was going to post a great video called Le café. As my laptop decided to tease me i will just have to post the link. Check it out here .


On my mind














1. I love my new skirt
2. Love to sit down with a cup of coffee and a travel mag. Dream away!
3.because in summer , you just have to have ice cream
4. These are on my wish list
5. Love these from River Island , such a  lovely summer colour .




xoxo
Andrea



17.4.11

cooking project og H&M

  Þið verðið að afsaka mig, ég er alveg hræðileg í að halda úti bloggsíðu, ég hef greinilega ekki agann í þetta. Ég tel sjálfa mig þó nokkuð góða að hafa getað haldið þessu gangandi hingað til (nokkurn veginn).
En ég stefni nú að því að bæta úr þessu og vera duglegri að blogga :) Get þetta alveg !


Hafið þið séð myndina Julie&Julia?
Ef ekki þá verðið þið að sjá hana, hún er frábær! Ég elska allar svona myndir sem fjalla um mat og matarást. Myndin er byggð á sannri sögu, og segir frá Julie Powell. Julie setur sér það markmið að elda hverja einustu uppskrift upp úr þekktri matreiðslubók um franska matargerð á aðeins einu ári. Hún eldar uppskriftir úr bókinni á hverjum einasta degi í heilt ár, og heldur svo úti bloggsíðu þar hún skrifar um  verkefnið, og greinir frá ýmsum ævintýrum og erfiðleikum sem hún lendir í á leiðinni.
Bloggið hennar Julie, The Julie/Julia project varð svo vinsælt, að hún gaf út bók sem byggð var á blogginu og á hennar upplifun þetta viðburðaríka ár.
Ástæðan fyrir því að ég er að minnast á þetta er að ég hef lengi verið að velta fyrir mér að prófa að gera þetta sjálf. Ég á svo mikið af matreiðslubókum og alls konar uppskriftarbókum, en mér finnst eins og þær geri ekki mikið annað en að liggja uppi í hillu, óskoðaðar.
Þetta eru bara vangaveltur í mér. Mynduð þið vera spennt að lesa um eitthvað svona "project" hérna?




Annars er ég orðin mjög spennt fyrir sumrinu, hef það á tilfinningunni að þetta verði æðislegt sumar. Vorveðrið mætti samt vera aðeins betra, en það er annað mál.
Hlakka mikið til að geta ferðast  til útlanda og komist í burtu frá litla skerinu.Mjög stór partur af þessarri tilhlökkun er H&M.
Eins og flestar íslenskar konur vita, er ekki ein einasta H&M búð hér á Íslandi, og því verður maður að nýta hvert tækifæri, og hverja utanlandsferð sem gefst til þess að geta verslað öll flottu fötin í H&M.( Sorgleg afsökun kaupalkans?) 
Nú vill svo til að ég er á leið í utanlandsferð í sumar, þar sem hægt er að komast í H&M búðir ( haleluja!!!!).
Oft hefur þetta gengið þannig fyrir sig að ég sturlast af  yfirþyrmandi kaupæði um leið og ég stíg fæti inn í búðina (líklega ekki sú eina) og hrifsa hverja einustu flík sem mér líst vel á  úr hillunum og  hugsa kannski ekkert mikið um notagildi þess sem ég er að kaupa. Meirihlutinn af þessum fötum enda svo uppi í skáp eftir að hafa verið notuð einu sinni.
Í þetta skipti verður þetta ekki svona!
Nú er ég skipulögð, nú hef ég legið yfir hm.com síðustu daga og skoðað það sem mig langar að kaupa, ég er búin að lofa sjálfri mér að ég stígi ekki fæti inn í  H&M fyrr en ég er komin með innkaupalista. Mig grunar hinsvegar að það verði annað mál (og erfiðara) að fara eftir honum.
Hugsa um að gera bloggpóst einhvern tíma seinna og sýna ykkur hvað ég hef hugsað mér að kaupa :)
Guð, ég er algjör kaupalki!!! I need help. 


The Lovely  list <3



 









































1.  Yndislegur rauður kjóll úr sumarlínu H&M. Verð að eignast þennan!


2.Poster fyrir kvikmyndina Chocolat, mjög góð foodie mynd. ( Ekki skemmir fyrir að Johnny Depp leikur í henni)

3. Jeffrey Campbell Lita skór. Langar að kaupa mér svona skó, veit bara ekki alveg enn í hvaða lit.

4.Agent Fresco. Er búin að vera að hlusta mikið á plötuna þeirra A Long time listening upp á síðkastið

5. Girnileg uppskriftabók, kannski ég ætti að fá mér þessa og nota hana í "projectið " mitt?


Jæja þetta er orðið að lengsta bloggpósti sem ég hef nokkurn tíma skrifað.
Over and out
Andrea

11.4.11

Topshop shoe fancy

   Topshop er með svo marga fallega skó, og ég er sérstaklega spennt fyrir  öllum fylltu hælunum, eða wedges eins og þeir eru víst kallaðir og   skóm með þykkan , "chunky" hæl.  Er einhver þarna úti sem er til í að bjóða mér í verslunarferð til London?



      











Nú er spurning ? hvaða skór eru flottastir ? :)

1.4.11

Vorið er komið

Vorið er komið. Það er ekki lengur fjarlægur draumur, það er staðreynd!!
Það er farið að hlýna í veðri og glaðna yfir mannfólkinu, og maður er farinn að sjá fólk draga fram litríkar flíkur.
Ég veit ekki með aðra , en á vorin fyllist ég svo mikilli von og ævintýraþrá. Á vorin þrái ég að stökkva upp í flugvél  og fara til Parísar eða London, eyða fyrstu vordögunum  á röltinu í góðu veðri í fallegri borg. Ekki það að Reykjavíkin mín sé ekki falleg, Reykjavík er frábær! Stundum  hefur maður bara þörf fyrir tilbreytingu þegar ævintýraþráin gerir vart við sig. Nú er bara að ákveða : hvort vil ég kaffi og croissant á gangstéttarkaffihúsi í París, eða verslunarferð í  London ( Topshop darling) ? Eða ætti ég að prófa eitthvað nýtt?









dreamy..... ég held bara að París verði fyrir valinu, nú er hins vegar bara að finna peninginn í ferðina ;)
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...