28.3.11

Hönnunarmars

Síðastliðinn fimmtudag fór ég í opnunarpartý fyrir Hönnunarmars hátíðina í  KronKron búðinni.Þetta var extra mikið tilhlökkunarefni fyrir mig , þar sem ég hafði aldrei þorað að stíga fæti  þangað inn, þar sem ég hef einstaklega lítinn viljastyrk gagnvart fallegum fötum). 
Það var mjög mikið af fólki á staðnum ( og mjög mikið af fallegum fötum) þegar ég kom, um klukkutíma eftir  að veislan byrjaði.  KronKron stóð fyrir skóhappdrætti, þar sem glænýir skór úr sumarlínu KronKron voru í vinning. Vongóð nældi ég mér í tvo miða og krossaði fingur.  Ég vann ekki neitt, sem er kannski gott,  það hefði reynst erfitt að velja eina skó þar sem sumarlínan er svakalega flott og mjög litrík, alveg eftir mínum smekk. Ég elska litríka skó.
Ég stefni að því að eignast eitt par úr sumarlínunni, en það er spurning hversu langan tíma það á eftir að taka  mig að réttlæta skókaup fyrir fjörtíu þúsund krónur ?
Hönnunarmars lauk í gær, en því miður komst ég ekki á fleiri atburði, en ég efast ekki um að þetta hafi allt heppnast mjög vel.



22.3.11

Tokyobahnbao


Þetta er stelpan sem stendur bakvið bloggið Tokyobahnbao. Hún er búsett í París og bloggar á frönsku um ýmislegt, þó aðallega föt og tísku . Hún er mjög smekkleg og gaman að skoða outfit post frá henni, hún veit greinilega hvað passar saman.  Ef einhver er á leið tíl Parísar, tékkið þá  endilega á   Mes adresses restos  en það er listi yfir veitingastaði í París sem eru góðir, að hennar mati.

Hver veit nema ég gefi líka upp minn lista yfir skemmtilega hluti í París ........










                                           


                                            





Þetta hérna outfit er í uppáhaldi ótrúlega kósý - elska feldkragann




Tékkið endilega á henni :)










21.3.11

Again and again and again

Jæja , ef þetta er ekki tilraun  númer trilljón  til að halda úti bloggsíðu :) Ég alltaf svo eirðarlaus að þetta endist aldrei meira en í viku hjá mér, en nú skal það takast!!
Þetta verður svona alt muligt blogg, aðallega um það sem ég hef áhuga á , ferðalög, föt og ýmislegt annað skemmtilegt sem mér dettur í hug .

wish me luck !
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...